Á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo getur þú sótt lánshæfismatið þitt og séð hvaða þættir hafa áhrif á það.
Lánshæfismat er mat á líkum þess að þú getir staðið við skuldbindingar þínar og er notað af bönkum og ýmsum aðilum sem veita fjárhagslega fyrirgreiðslu.
Vinnsla lánshæfismats Creditinfo byggir á persónusniði og felur í sér sjálfvirka vinnslu persónuupplýsinga til að meta og spá fyrir um líkindi þess hvort komi til skráninga lántaka á vanskilaskrá Creditinfo á næstu 12 mánuðum. Matið er notað af bönkum og öðrum sem veita fjárhagslega fyrirgreiðslu.
Til grundvallar matinu eru eingöngu notaðar áreiðanlegar upplýsingar í samræmi við í ákvæði 3. og 4. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 606/2023 og eingöngu þær sem sýnt hefur verið fram á að hafi afgerandi þýðingu og teljast vera nauðsynlegar til að veita áreiðanlegar vísbendingar um líkindi þess hvort komi til skráninga lántaka á vanskilaskrá Creditinfo á næstu 12 mánuðum.
Lánshæfisflokkar matsins eru á kvarðanum A-E, þar sem A stendur fyrir litlar líkur á vanskilum en E mestar líkur, auk þess sem kvarðar frá 1-3 sýna stöðu innan lánshæfisflokks.
A1 - A3, Mjög líklegur til að vera skilvís greiðandi
B1 - B3, Líklegur til að vera skilvísi greiðandi
C1 - C3, Mögulega líkur á að lenda í vanskilum
D1 - D3, Líklegur til að lenda í vanskilum
E1 - E3, Mjög líklegur til að lenda í vanskilum
Allir einstaklingar, 18 ára og eldri með íslenska kennitölu, skráð lögheimili á Íslandi og enga virka skráningu á vanskilaskrá Creditinfo fá reiknað og birt lánshæfismat.
Sterkasti þátturinn við mat á því hvort einstaklingar standi við skuldbindingar sínar eru upplýsingar um það hvort þeir hafi alltaf gert það í fortíð. Því geta söguleg vanskil haft veruleg áhrif á lánshæfismat en þau áhrif minnka eftir því sem lengra líður frá vanskilum.
Áhrif fara frá því að vera veruleg fyrir mál sem nýlega hafa verið á vanskilaskrá niður í að vera lítil þegar lengra er liðið frá vanskilum. Vanskilamál eru notuð við gerð lánshæfismats svo lengi sem þau eru talin hafa afgerandi þýðingu við mat á lánstrausti einstaklinga. Þau geta verið notuð í allt að fjögur ár frá því að þau fara af vanskilaskrá en hversu lengi þau eru notuð fer m.a. eftir því hvað þau voru lengi á skrá og hvers eðlis þau voru.
Vægi er mikið í upphafi en minnkar eftir því sem lengra líður frá vanskilum.
Líkur á vanskilum tengdra fyrirtækja reiknast sem áhrifaþáttur í lánshæfismati þeirra sem tengdir eru félögunum. Tengsl milli einstaklinga og fyrirtækja eru metin út frá því hverjir eru skráðir í stjórn, framkvæmdastjórn eða sem prókúruhafar félaga samkvæmt skráningu fyrirtækjaskrár Skattsins og /eða eru skráðir fyrir verulegum eignarhlut samkvæmt hluthafagrunni Creditinfo.
Áhrif tengsla við fyrirtæki eru að jafnaði jákvæð en geta reiknast til lækkunar ef lánshæfismat tengdra félaga sýnir nokkrar eða miklar líkur á vanskilum eða ef tengd félög hafa virka skráningu vanskila. Áhrifin falla niður þegar tengsl samkvæmt skráningu fyrirtækjaskrár og/eða hluthafagrunni Creditinfo eru ekki lengur til staðar.
Vægi tengsla við fyrirtæki ráðast af því hvað tengslin eru mikil, þ.e. ef aðili er t.a.m. bæði meirihlutaeigandi, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri tiltekins félags telst sá hafa mikil tengsl við félagið og þ.a.l. hefur lánshæfismat þess félags aukið vægi í útreikningi lánshæfismats tengds aðila.
Aldur, búseta og hjúskaparstaða er áhrifaþáttur í lánshæfismati.
Áhrif lýðfræðiupplýsinga ráðast af lífaldri, hjúskaparstöðu og búsetu.
Vægi lýðfræðiupplýsinga er óverulegt. Aldur getur þó reiknast til nokkurra áhrifa til lækkunar í lánshæfismati einstaklinga undir 21 árs aldri eða hjá einstaklingum með stutta fjárhagslega sögu.
Tengsl við félög og fjöldi tengdra félaga sem úrskurðuð hafa verið gjaldþrota á undanförnum fjórum árum.
Áhrif skráninga um rekstrarsögu er áhrifaþáttur til lækkunar í lánshæfismati. Áhrifin falla niður þegar fjögur ár eru liðin frá gjaldþrotaúrskurði.
Vægi er talsvert og eykst eftir því sem skráningarnar eru fleiri.
Það að vera með rekstur á eigin kennitölu getur haft neikvæð áhrif á lánshæfismat þar sem tölfræðin sýnir að vanskil hjá einstaklingum með rekstur á eigin kennitölu í sumum geirum eru talsvert tíðari en að meðaltali hjá þjóðinni.
Áhrif eru meðalsterk.
Vægi ræðst af skráðri starfsemi (ISAT) hjá fyrirtækjaskrá Skattsins.
Skuldastaða er sótt í upplýsingakerfi lánveitenda. Notaðar eru eftirfarandi upplýsingar úr kerfum lánveitenda:
Áhrif upplýsinga um skuldastöðu eru í öllum tilvikum jákvæð í lánshæfismati nema ef upplýsingar úr kerfum lánveitenda sýna nýleg vanskil afborgana af lánum eða öðrum fjármálatengdum skuldbindingum, söguleg vanskil eða hlutfallslega mikla nýtingu yfirdráttarheimilda.
Vægi áhrifa í lánshæfismati ráðast af fjölda mánaða sem skuldastaða sýnir öll lán í skilum í samanburði við fjölda mánaða sem sýnir lán í vanskilum, nýtingu yfirdráttarheimilda undanfarna þrjá mánuði, tegundir skuldbindinga og stöðu afborgana samkvæmt nýjustu upplýsingum í kerfinu.
Fjöldi og tegundir fyrirtækja sem sækja lánshæfismat og upplýsingar í vanskilaskrá Creditinfo.
Áhrif Tiltekinn fjöldi og tegundir fyrirtækja sem sækja lánshæfismat og upplýsingar í vanskilaskrá Creditinfo hafa tímabundin áhrif til lækkunar í lánshæfismati. Áhrif minnka eftir því sem lengra líður frá því að upplýsingarnar voru sóttar. Upplýsingar sem hafa verið sóttar vegna vanskila eða innheimtu vega þyngst til lækkunar.
Vægi ræðst af fjölda og tegundum fyrirtækja sem sótt hafa upplýsingar á tilgreindu tímabili.
Vöktun breytinga á vanskilaskrá Creditinfo af hálfu innheimtufyrirtækis reiknast til lækkunar í lánshæfismati. Vaktanir af hálfu annarra en innheimtufyrirtækja reiknast hins vegar ekki til lækkunar.
Áhrif vaktana falla niður þegar vöktun er hætt.
Vægi slíkra vaktana er mjög mikið enda merki um að einstaklingur sé í greiðsluvandræðum.
Lánshæfismat Creditinfo flokkar einstaklinga í 15 mismunandi flokka, merktir A1-E3, eftir því hverjar líkurnar eru á að þeir verði skráðir á vanskilaskrá á næstu 12 mánuðum.
A1 er besti flokkurinn en úr honum fara 1-2 af hverjum 1.000 einstaklingum inn á vanskilaskrá á næstu 12 mánuðum (0.1-0.2% vanskilatíðni) á meðan í þeim versta, E3 er líklegt að meirihluti allra fari í vanskil á næstu 12 mánuðum (>50% vanskilatíðni).
Munurinn milli flokka er sá að vanskilatíðni ca. tvöfaldast, t.d. á milli B3 og C1. Þannig má t.d. búast við því að 2-4 af hverjum 100 fari í vanskil á næstu 12 mánuðum af þeim sem eru í B3 (2%-4% vanskilatíðni) á meðan 4-8 af hverjum 100 fari í vanskil af þeim sem eru í C1 (4%-8% vanskilatíðni).
Í greiðslumati er greiðslugeta á mánuði metin út frá tekjum, skuldbindingum og kostnaði og tekur lánveitandi ákvörðun um lánveitingu í kjölfar greiðslumats. Munurinn á greiðslumati og lánshæfismati er sá að greiðslumat metur mánaðarlega greiðslugetu einstaklings á meðan lánshæfismat spáir fyrir um líkurnar á að einstaklingur fari í vanskil í náinni framtíð.
Á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo er með einföldum hætti bæði hægt að samþykkja notkun viðbótarupplýsinga og afturkalla samþykki. Samþykki er afturkallað með því að velja örina, efst í hægra horni vefsíðunnar. Samþykki er hægt að afturkalla hvenær sem er. Þegar samþykki er afturkallað fellur samþykkið úr gildi, og þar með heimild Creditinfo til aðgangs að þeim upplýsingum sem samþykkið nær til og auk þess er þeim upplýsingum sem hefur verið aflað á grundvelli samþykkisins eytt. Hvort heldur þegar samþykki er veitt eða afturkallað þá endurreiknast matið sjálfkrafa.
Notkun viðbótarupplýsinga eykur spágetu líkansins sem Creditinfo notar við gerð matsins sem gerir lánveitendum kleift að byggja sitt lánshæfismat á upplýsingum sem gefa áreiðanlegar vísbendingar um að lántaki geti efnt lánasamning eða staðið við aðrar fjárhagslegar skuldbindingar.
Á þjónustuvef Mitt Creditinfo eru tilkynningar um uppflettingar og vaktanir auk yfirlits sem sýnir uppflettingar og upphaf vöktunar sl. 3ja mánaða.
Í tilkynningum og á yfirliti kemur fram hvað lánshæfismatið var þegar það var sótt eða vöktun hafin.
Samkvæmt 15. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og 3. gr. reglugerðar um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust skal starfræksla fjárhagsupplýsingastofa og vinnsla upplýsinga sem varða fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga og lögaðila, þ.m.t. vanskilaskráning og gerð skýrslna um lánshæfi, í því skyni að miðla þeim til annarra, bundin leyfi Persónuverndar.
Creditinfo hefur slíkt starfsleyfi frá Persónuvernd. Í því felst að á Creditinfo hvíla, til viðbótar þeim skyldum sem fram koma í lögunum um persónuvernd og reglum um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust, þær skyldur sem settar eru fram í skilmálum starfsleyfisins.
Persónuvernd er eftirlitsstjórnvald og hefur eftirlit með því að Creditinfo, sem og aðrir sem vinna persónuupplýsingar, fari að lögum og reglum um vinnslu persónuupplýsinga.
Persónuvernd fer því með eftirlit og kveður upp úrskurði í málum um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga.
Teljir þú að Creditinfo fari gegn ákvæðum starfsleyfis sem gefið er út af Persónuvernd til handa félaginu eða brjóti gegn lögum um persónuvernd eða reglum um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust þá er kvörtun er komið á framfæri til Persónuverndar með því að senda tölvupóst á netfangið postur@personuvernd.is eða með því að senda bréfapóst til: Persónuvernd, Laugavegi 166, 105 Reykjavík, Ísland. Einnig er að finna eyðublað fyrir kvörtun á vef Persónuverndar.
Skýrsla sem inniheldur upplýsingar um vægi einstakra breytna í þínu lánshæfismati og þau rök sem liggja þar að baki er afgreidd samkvæmt beiðni innan 14 daga frá móttöku hennar. Beiðni er komið á framfæri á þjónustuvef Mitt Creditinfo, með tölvupósti á almennt netfang Creditinfo (creditinfo@creditinfo.is ) eða í símtali.
Athygli er vakin á að Creditinfo veitir ekki persónuverndaðar upplýsingar í síma eða í tölvupósti nema ef netfang sendanda er tengt skráðu netfangi notanda Mitt Creditinfo.
Beiðni um yfirferð á þeim upplýsingum sem liggja til grundvallar niðurstöðu matsins er komið á framfæri til Creditinfo á þjónustuvef Mitt Creditinfo, með tölvupósti á almennt netfang Creditinfo (creditinfo@creditinfo.is ) eða í símtali. Við móttöku beiðnar fer starfsmaður yfir alla þætti sem liggja til grundvallar útreikningi og vægi þeirra í matinu og upplýsir um niðurstöðu innan 14 daga frá móttöku beiðnar.
Athygli er vakin á að Creditinfo veitir ekki persónuverndaðar upplýsingar í síma eða í tölvupósti nema ef netfang sendanda er tengt skráðu netfangi notanda Mitt Creditinfo.
Lánshæfismat þitt er aðgengilegt á þjónustuvef Mitt Creditinfo. Beiðni um að fá lánshæfismat sent í bréfpósti er komið á framfæri til Creditinfo með tölvupósti á almennt netfang Creditinfo (creditinfo@creditinfo.is ) eða í símtali.
Athygli er vakin á að Creditinfo veitir ekki persónuverndaðar upplýsingar í síma eða í tölvupósti nema ef netfang sendanda er tengt skráðu netfangi notanda Mitt Creditinfo.
Þegar lánshæfismati hefur verð miðlað til lánveitanda, lánveitandi hefur vöktun breytinga á matinu eða hættir vöktun verða þær upplýsingar strax aðgengilegar einstaklingum á þjónustuvef Mitt Creditinfo. Að auki tilkynnir Creditinfo um uppflettinguna og/eða vöktun. Fyrsta tilkynning er send í bréfpósti en eftirleiðis eru tilkynningar gerðar aðgengilegar á þjónustuvef Mitt Creditinfo.
Hægt er að óska eftir að fá sendan tölvupóst þegar ný tilkynning er aðgengileg á Mitt Creditinfo með því að haka í reitinn Fá tilkynningar um bréf vegna skráninga og uppflettinga með tölvupósti.
Einnig er hægt að óska eftir að allar tilkynningar verði sendar í bréfpósti.
Notkun viðbótarupplýsinga getur eftir atvikum reiknast til hækkunar eða lækkunar, eða haldist óbreytt. Þegar samþykki er veitt eða afturkallað endurreiknast lánshæfismat. Endurreiknað lánshæfismat byggir á gögnum sem liggja til grundvallar matinu hverju sinni.
Ef þú ert með tengsl við fyrirtæki (gegnum stjórnarsetu, framkvæmdastjórn eða prókúruumboð), þá getur það haft góð eða slæm áhrif á lánshæfismati viðkomandi fyrirtækis. Upplýsingar um fyrirtækjatengsl þín eru sóttar til fyrirtækjaskráar, en þú getur séð þessar skráningar inn á Mitt Creditinfo undir Fyrirtækjatengsl í valmyndinni vinstra megin. Öllum fyrirspurnum og leiðréttingum um skráningar fyrirtækjatengsla skal komið á framfæri til Skattsins.
Lánshæfismat Creditinfo kann að vera notað við mat á umsækjendum eða núverandi viðskiptavinum vegna lána- eða reikningsviðskipta og/eða til að ákvarða lánakjör og úttektarheimildir. Ákvörðun um að veita tilteknum umsækjanda lán eða fyrirgreiðslu er alfarið í höndum lánveitenda en ekki Creditinfo. Hver lánveitandi hefur sínar útlánareglur og viðmið þeirra varðandi lánshæfismat frá Creditinfo geta verið ólík.
Á þjónustuvef Mitt Creditinfo, mitt.creditinfo.is, er að finna upplýsingar um áhrifaþætti í þínu lánshæfismati.
Ef þú þarft nánari skýringu á einum eða fleiri áhrifaþáttum er einfalt að senda fyrirspurn af þjónustuvef Mitt Creditinfo.
Athygli er vakin á að Creditinfo veitir ekki persónuverndaðar upplýsingar í síma.
Utan reglulegra uppfærslna er lánshæfismati ekki breytt eða forsendur þess sérstaklega endurskoðaðar nema Creditinfo berist upplýsingar um tiltekinn eða tiltekna áhrifaþætti sem byggja á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. Berist Creditinfo slík ábending er réttmæti þeirra þátta sem liggja til grundvallar matinu umsvifalaust kannaðir og eftir atvikum framkvæmd leiðrétting, eða réttmæti staðfest. Athugasemdum er komið á framfæri á þjónustuvef Mitt Creditinfo, með tölvupósti á almennt netfang Creditinfo (creditinfo@creditinfo.is ) eða í símtali.
Athygli er vakin á að Creditinfo veitir ekki persónuverndaðar upplýsingar í síma eða í tölvupósti nema ef netfang sendanda er tengt skráðu netfangi notanda Mitt Creditinfo.
Besta leiðin til að tryggja gott lánshæfismat er að greiða reikninga fyrir eða á eindaga til að forðast vanskil. Veiting samþykkis til notkunar á viðbótarupplýsingum við gerð lánshæfismats getur einnig verið tækifæri til að hafa áhrif á matið til góðs. Creditinfo hvetur þig til að fara vel yfir alla áhrifaþætti í þínu lánshæfismati. Mikilvægt er að skoða hvort t.d. tengsl við fyrirtæki séu rétt skráð hjá fyrirtækjaskrá þar sem staða fyrirtækja sem þú tengist getur haft áhrif á lánshæfismatið þitt, allt eftir því hvernig þeim tengslum er háttað.
Lánshæfismatið er uppfært daglega. Allar forsendur eru endurreiknaðar í sjálfvirkri uppfærslu í samræmi við þau gögn sem liggja til grundvallar matinu á hverjum tíma. Einnig framkvæmir Creditinfo reglulegar heildaruppfærslur á útreikningum áhrifaþátta í þeim tilgangi að viðhalda eða auka enn frekar áreiðanleika matsins. Vægi einstakra þátta getur þá eftir atvikum aukist eða minnkað. Áhrifaþættir geta einnig fallið út eða nýir innleiddir. Hvort tveggja kann að leiða til breytinga á þínu lánshæfismati.
Þegar samþykki fyrir notkun viðbótarupplýsinga er afturkallað gerist tvennt. Annars vegar endurreiknast lánshæfismatið í samræmi við að viðbótarupplýsingar liggja ekki til grundvallar útreikningi og hins vegar verður gögnum sem safnað hefur verið um þína skuldastöðu eytt og óafturkræf.
Hafa skal í huga að löng saga um góða skuldastöðu, skilvísi og vanskilaleysi hefur jákvæð áhrif á lánshæfismat.
Við gerð lánshæfismats Creditinfo eru notaðar þær upplýsingar sem fjárhagsuppplýsingastofum er heimilt að nota, þ.á.m. heimild til að gefa einstaklingum kost á að samþykkja notkun annarra upplýsinga, til viðbótar við aðrar sem heimilt er að nota án sérstaks samþykkis.
Samþykki fyrir notkun viðbótarupplýsinga felur í sér að notuð eru gögn um skuldastöðu þína , ásamt upplýsingum um fjölda og tegundir fyrirtækja sem vakta eða sækja lánshæfismat þitt og upplýsingar um vanskilaleysi.
Samþykki er hægt að afturkalla hvenær sem er, með jafn einföldum hætti og samþykki er veitt. Þegar samþykki er afturkallað fellur samþykkið úr gildi, og þar með heimild Creditinfo til aðgangs að þeim upplýsingum sem samþykkið nær til og auk þess er þeim upplýsingum sem hefur verið aflað á grundvelli samþykkisins eytt. Eftir afturköllun samþykkis gildir það lánshæfismat sem byggir á upplýsingum sem Creditinfo hefur hverju sinni aðgang að og er heimilt að nota til vinnslu matsins án samþykkis.
Notkun viðbótarupplýsinga eykur spágetu líkansins sem Creditinfo notar við gerð lánshæfismats sem gerir lánveitendum kleift að byggja sitt lánshæfismat á upplýsingum sem gefa áreiðanlegar vísbendingar um að lántaki geti efnt lánasamning eða staðið við aðrar fjárhagslegar skuldbindingar.
Þegar lánshæfismat er sótt til Creditinfo fær viðtakandi eingöngu upplýsingar um niðurstöðu matsins, þ.e. lánshæfismat á kvarðanum A-E og hvort matið byggi á viðbótarupplýsingum eða ekki. Viðtakandi fær ekki upplýsingar um hvaða áhrifaþættir reiknast til hækkunar og lækkunar í því lánshæfismati sem sótt er.
Creditinfo vinnur og miðlar lánshæfismati til lánveitenda á grundvelli lögmæta hagsmuna þeirra.
Á sama grundvelli hafa lánveitendur heimild til að sækja lánshæfismat til Creditinfo ef fyrir liggur umsókn um lán eða reikningsviðskipti og á meðan viðskiptasambandi varir, þ.m.t. heimild til að vakta breytingar á matinu.
Samkvæmt lögum um neytendalán og lögum um fasteignalán til neytenda er lánveitendum skylt að meta lánshæfi umsækjenda áður en lánssamningur er gerður. Gerð lánshæfismats er því á ábyrgð lánveitenda. Mat þeirra getur byggst á viðskiptasögu hjá lánveitanda og/eða upplýsingum frá fjárhagsupplýsingastofum.
Lánshæfismat frá Creditinfo kann því að vera notað við mat lánveitenda á umsókn um lána- eða reikningsviðskipti og/eða til að ákvarða lánakjör og úttektarheimildir eða við áhættustýringu.
Hver lánveitandi hefur sínar útlánareglur og viðmið þeirra varðandi lánshæfismat Creditinfo geta verið ólík.
Mikilvægt er að hafa í huga að ákvörðun um lánveitingu, eða veitingu annars konar fjárhagslegrar fyrirgreiðslu, er alfarið í höndum lánveitenda auk þess sem lánshæfismat lánveitenda getur verið byggt á öðrum upplýsingum en lánshæfismati Creditinfo.
Aðgangur lánveitenda að lánshæfismati frá Creditinfo gerir ferli lánveitinga einfaldara og flýtir fyrir afgreiðslu umsókna um lán.